Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 29. apríl 2015 - 14:14
Frá:
Hestamannafélaginu hefur borist erindi frá Hafnarfjarðarbæ. Þar sem farið er fram á að hestamenn gangi betur um heyrúllur og rúlluplast að öðrum kosti neyðist bærinn til að láta fjarlægja rúllurnar. Við viljum hafa möguleika á því að hafa heyrúllur og bagga fyrir utan húsin okkar en því fylgir sú ábyrgð að hafa þær snyrtilega raðaðar og passa uppá að plast fjúki ekki.
Sörli ásamt húseigandafélaginu í Hlíðarþúfum hafa ákveðið að hafa sameiginlegan hreinsunardag 9. maí sem verður auglýst betur þegar nær dregur. Vonast er til mikillar þátttöku félagsmanna.