ATHUGIÐ BREYTTAN BROTTFARARTÍMA Á GRILLTÚRNUM. Þar sem þetta er frídagur ætlum við að fara aðeins fyrr en venjulega. Föstudaginn 1. maí kl. 17.00 verður farið í hinn árlega og skemmtilega grilltúr okkar Sörlafólks. Tilhögun er þannig að við mætum við suðurgafl Sörlastaða kl. 17:00 og förum í ca. 1 1/2 tíma reiðtúr. Skilum svo hestum okkar heim í hesthús og mætum þá aftur á Sörlastaði með eitthvað gott á grillið og veigar eftir smekk hvers og eins. Síðar í maí verður svo farið í Helgafellstúrinn og verður dagsetning hans auglýst síðar.
Ferðanefndin.
Birtingardagsetning:
sunnudaginn, 26. apríl 2015 - 11:50
Frá: