Stjórnarfundur í Sörla 19. janúar 2015.
 
Fundur settur kl 20:00. Mættir voru Eggert Hjartarson, Brynja Björk Garðarsdóttir, Páll Ólafsson, Sigurður Ævarsson, Þórunn Ansnes, Hlynur Árnason, Thelma Víglundsdóttir og Ásgeir Margeirsson.
 
 

1. Ráðning starfsmanns.

  • Átta umsóknir bárust um starf umsjónarmanns. Þrír einstaklingar koma til greina í starfið og verða viðtöl tekin á næstu dögum.
 

2. Framkvæmdar- og fjárhagsáætlun 2015

  • Laga reiðhallargólf
  • Hringvöllur og dómpallar, rafmagnsmál
  • Þvottavél
  • Nauðsynlegt er að laga veggi meðfram reiðhallargólfi
  • Bæta hljóðvist í veislusal.
  • Komið að viðhaldi á húsinu sjálfu, lekur á nokkrum stöðum.
  • Laga reiðgerði, stóra hvíta gerðið. Þarf að klára fyrir skírdagskaffið
  • Minna tæki til þess að vinna í reiðhöllinni, svo sem sexhjól.
  • Gjaldkera ásamt rekstrarstjóra falið að setja saman fjárhagsáætlun fyrir framkvæmdir á árinu 2015.
 

3. Þorrablót Sörla

  • Hefð er fyrir því að stjórn Sörla bjóði heiðursmönnum félagsins á Þorrablót. Lagt er til að svo verði í ár líkt og tíðkast hefur.
  • Skortur er á stólum í veislusalnum þar sem skráning hefur verið gríðarlega góð á þorrablótið. Eggert mun athuga með lán á stólum.
 

4. Önnur mál

  • Endurmat rekstrarsamninga við bæinn. Vinna við samninga í góðum farvegi.
Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 21. janúar 2015 - 14:50
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 19. janúar 2015 - 20:00
Frá: 
Vettvangur: