Stjórnarfundur Sörla 16. febrúar 2015 kl. 20:00

Mættir:

Páll Ólafsson, Hlynur, Sigurður Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Fjarverandi: Ásgeir Margeirsson og Eggert Hjartarson. Þórunn ritaði fundinn.

  1. Árekstur kynbótasýningar og íþróttamóts Sörla.

Mótanefnd kom á fundinn til að ræða þetta mál. Ákveðið var að stjórn hafi samband við Bændasamtökin um að færa kynbótasýningu um einn dag þá væri hægt að koma í veg fyrir að þessir tveir viðburðir rekist á.

  1. Drög að nýju skipulagi á íþróttasvæði Sörla. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt kom og kynnti drög að nýju skipulagi á svæðinu ásamt, drög að staðsetningu á nýrri reiðhöll. Í umræðum komu fram nýjar hugmyndir og mun Sigríður gera nýjar teikningar í samræmi við það.
  2. Framhaldsaðalfundur Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund 25. mars
  3. Starfsmannamál. Brynja hefur óskað eftir að hætta viku fyrr og mun Þórunn því taka við starfi Brynju 23 febrúar í stað 2. mars. Illa hefur gengið að ráða umsjónarmann íþróttahúss. Í boði er nú að ráða 22ja ára hestamann, Bjarna Hörð Ansnes til vors til að dekka mesta annatímann og var það samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 10:30

Efnisorð: 
Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 17. febrúar 2015 - 14:46
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 16. febrúar 2015 - 20:00
Frá: 
Vettvangur: