Stjórnarfundur Sörla 16. febrúar 2015 kl. 20:00
Mættir:
Páll Ólafsson, Hlynur, Sigurður Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Fjarverandi: Ásgeir Margeirsson og Eggert Hjartarson. Þórunn ritaði fundinn.
- Árekstur kynbótasýningar og íþróttamóts Sörla.
Mótanefnd kom á fundinn til að ræða þetta mál. Ákveðið var að stjórn hafi samband við Bændasamtökin um að færa kynbótasýningu um einn dag þá væri hægt að koma í veg fyrir að þessir tveir viðburðir rekist á.
- Drög að nýju skipulagi á íþróttasvæði Sörla. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt kom og kynnti drög að nýju skipulagi á svæðinu ásamt, drög að staðsetningu á nýrri reiðhöll. Í umræðum komu fram nýjar hugmyndir og mun Sigríður gera nýjar teikningar í samræmi við það.
- Framhaldsaðalfundur Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund 25. mars
- Starfsmannamál. Brynja hefur óskað eftir að hætta viku fyrr og mun Þórunn því taka við starfi Brynju 23 febrúar í stað 2. mars. Illa hefur gengið að ráða umsjónarmann íþróttahúss. Í boði er nú að ráða 22ja ára hestamann, Bjarna Hörð Ansnes til vors til að dekka mesta annatímann og var það samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:30
Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 17. febrúar 2015 - 14:46
Viðburðardagsetning:
mánudaginn, 16. febrúar 2015 - 20:00
Frá:
Vettvangur: