Annað Landsbankamót vetrarins sem halda átti laugardaginn 14. mars var frestað vegna veðurs. Ákveðið hefur verið að halda mótið föstudaginn 27. mars næstkomandi og hefst það stundvíslega kl. 17:30 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Nánari dagskrá verður birt síðar.
- "3 flokkur" = "minna vanir" í sportfeng og
- "heldri menn/konur 50+" = "annað" í sportfeng.
- Sjá nánar leiðbeiningar með skráningu hér.
- Skeið (100m)
- Pollar teymdir
- Pollar
- Börn
- Unglingar
- Ungmenni
- Heldri menn/konur 50+
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Opinn flokkur
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og með einn hest (gildir ekki um skeiðið). Félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.
Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
1.sæti gefur 11 stig
2.sæti gefur 8 stig
3.sæti gefur 6 stig
4.sæti gefur 5 stig
5.sæti gefur 4 stig