Árshátíðin verður haldinn á Sörlastöðum þann 21. mars og opnar húsið kl 20.00 Þar ætlum við borða og skemmta okkur saman. Að loknu borðhaldi verða þeyttar skífur og þá gefst fólki tækifæri til að hreyfa sig í takt við músíkina í villtum dansi þar til húsinu verður lokað kl 01:00
Miðaverð 2500 kr
Innifalið léttar veitingar.
Miðar eru greiddir við innganginn en þeir sem eru ákveðnir í að koma eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta þátttöku á netfangið guhall@simnet.is ekki seinna en miðvikudaginn 18. mars til þess að það sé hægt að panta nægan mat fyrir alla.
Viðburðardagsetning:
laugardaginn, 21. mars 2015 - 20:00
Frá:
Stjórn Húseigandafélags Hlíðarþúfna
Vettvangur:
Sörlastaðir