Skemmdir voru unnar á hurðinni í reiðhöllina í fyrrakvöld og stendur hún á sér. Beðið er eftir viðgerð en á meðan verður hurð á suðurgafli opin. Við biðjumst velvirðingar á þessu en beinum því jafnframt til félagsmanna að fylgjast með umgengni um hurðina og láta í sér heyra ef þeir verða vitni að því að illa sé gengið um hana. Gætum öll að eigum félagsins til þess að svona þurfi ekki að koma fyrir.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 12. febrúar 2015 - 11:36