Hið æsispennandi bingó æskulýðsnefndar Sörla fer fram á Sörlastöðum annað kvöld, 11. febrúar. Fullt af stórglæsilegum vinningum í boði, meðal annars frá Líflandi, Furuflís og Hress svo eitthvað sé nefnt. Bingóspjaldið kostar aðeins 400 kr, 3 spjöld 1.000 kr og húsið opnar kl 19:30. Hittumst og spilum bingó - hver veit nema heppnin verði með þér!
Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 10. febrúar 2015 - 13:40
Frá: