Í vetur hafa verið haldin nokkur námskeið í knapamerkjum með góðri þátttöku. Fyrir áramót voru haldin bókleg námskeið í knapamerkjum 1, 2 og 4 og var þátttakan frábær. Eftir áramót fóru fram verkleg námskeið í þessum sömu knapamerkjum og var Friðdóra Friðriksdóttir reiðkennari. Þann 4 febrúar var síðan haldið próf í verklegu knapamerki 1 og gekk nemendum þar mjög vel. Gaman var að sjá hversu einbeittir nemendurnir voru og vel ríðandi. Flestir þessara nemanda munu halda áfram í knapamerki 2 en það námskeið hefst 9. febrúar. í lok febrúar verður síðan prófað í knapamerki 4. Nemendur hafa verið mjög ánægðir með knapamerkin enda hafa námskeiðin marg sannað gildi sitt og hafa reynst vel bæði fyrir hesta og knapa.