Þann 19. og 20. febrúar næstkomandi stendur til að endurnýja gólfið í reiðhöllinni okkar og bæta aðstöðuna til muna. Mögulegt er að framkvæmdin haldi áfram á laugardeginum 21. febrúar en stefnt er að því að reyna að ljúka verkinu sem allra fyrst. Á meðan verður reiðhöllin lokuð. Námskeiðahald gæti riðlast til en þátttakendur verða látnir vita og námskeiðin lengd sem töfinni nemur.
Við þökkum félagsmönnum skilninginn.
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 29. janúar 2015 - 10:09
Frá: