Um 50 manns mættu í þorrareiðina í dag í frábæru veðri. Það var glaður hópur Sörlafélaga með fáka sína sem gerðu hákarli og tilheyrandi skil í áningunni. Ferðanefndin þakkar fyrir reiðtúrinn í dag og er strax farinn að hlakka til þess næsta sem verður laugardaginn 7.  febrúar. Í áningunni náðist þessi mynd af kátum mæðgum þeim Helgu Bryndísi og Melkorku.

Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 24. janúar 2015 - 19:24