Fundurinn settur kl. 18:00.
- Fundargerðir síðastu funda samþykktar.
- Gólfefni á veislu- og fundarsal á Sörlastöðum. Það verður skoðað hvort muni koma betur út að setja, parket eða dúk. Menn hallast þó frekar að parketinu.
- Fundur með gjaldkerum nefnda Sörla. Fundurinn gekk vel og var jákvæður. Æskulýðsnefnd skal skila skýrslu um fjármál sín fyrir næsta stjórnarfund Sörla, en hann er ráðgerður 11, desember. Stjórnin felur gjaldkera að senda bréf á æskulýðsnefnd.
- Í.B.H. Verðum að tryggja að við séum sett á þann stall sem okkur ber. Sörli er fimmta stæðsta Íþróttafélag innan Í.B.H . Nauðsynlegt er að stjórnarmaður Sörla, þarf líka að vera í Í.B.H. Þórunn gjaldkeri mun taka saman hvort Sörli er búinn að eyða í Sörlastaði.
- Íslandsmót. Undirbúningur er í fullum gangi og gengur vel.
- Fulltrúar Sörla vegna hestadaga. Friðdóra Friðriksdóttir og Soffía Sveinsdóttir munu sjá um þessa vinnu fyrir Sörla.
- Vegur við Hlíðarþúfur. Fram kom í Fjarðarpóstinum teikning sem sýndi veg sem mundi ógna Hlíðarþúfum. Komið hefur í ljóst að þessi teikning er ekki allskostar rétt. Formaður Hlíðarþúfufélagsins er búinn að ræða við aðila hjá Hafnarfjarðarbæ sem fjalla um málið. Auk þess hefur formaðurinn fyrir hönd stjórnar Hlíðarþúfufélagsins , sent sjórn Sörla bréf með ábendinum á þeim úrbótum sem húseigandafélag Hlíðarþufna telur að Hafnarfjarðarbær þurfi að gera gagnvart Hlíðarþúfum. Óskar húseigendafélagið eftir því að stjórn Sörla sendi Hafnarfjarðarbæ bréf og óski eftir þessum úrbótum. Stjórn Sörla mun senda bréf á Hafnarfjarðarbæ til að fylgja eftir óskum húseigendafélags Hlíðarþúfna.
- Vetrardagskrá. Verið er að ganga frá dagskránni og sér Margrét Friðriksdóttir um það. Fram kom að Skemmtinefnd telur ekki hagkvæmt að halda þorrablót .
- Vefsíða. Tími er kominn til að uppfæra heimasíðu Sörla. Stjórnin samþykkir að fara í það verk og semja við Jón Ágúst um að vinna það verk.
- Formenn hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu funduðu með L.H. um mótaröðun. Formennirnir munu hittast síðar og ganga frá málinu.
- Kynnt var hugmynd hvort Sörli ætti að koma að vinna með Furu, í dreyfingu á spónum, til félagsmanna. Þetta þarf að skoða betur og hvernig þetta yrði útfært ef af verður.
- Næsti fundur verður 11. Desember 2013.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:50
Mættir: Magnús, Thelma , Þórunn, Sigurður, Ásgeir, Eggert og Haraldur.
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 27. nóvember 2013 - 19:30
Viðburðardagsetning:
miðvikudaginn, 27. nóvember 2013 - 18:00
Frá:
Vettvangur: