Kæru keppendur og aðrir áhugamenn um ísmót. Ísinn lítur vel út og veðurspá þokkaleg og því ekkert til fyrirstöðu að halda frábært mót á morgun. Munið að skráning er aðeins frá kl 10 - 11 á morgun í dómpalli Sörla. Greiða þarf skráningargjöld samtímis skráningu.
Hlökkum til að sjá þig á morgun.
Athugið: Engin ábyrgð er tekin á knöpum né hestum á vatninu.
Birtingardagsetning:
föstudaginn, 23. janúar 2015 - 14:07
Frá: