Þorrareið!
Heil og sæl öllsömul.
Nú líður senn að þorrablóti Sörla og langar okkur því að blása til þorrareiðar þann sama dag, 24.janúar. Er ekki tilvalið að hittast, sýna sig og sjá aðra og kitla hláturtaugarnar aðeins fyrir kvöldið? Lagt verður af stað frá suðurgafli Sörlastaða kl 13.00 að staðartíma. Boðið verður uppá smá Þorrahressingu í ferðinni!
Hvetjum alla til að mæta og að sjálfsögðu sjáumst við svo hress á Þorrablóti!
Sjáumst Sörlafélagar!
Frá:
Ferðanefnd
Vettvangur: