Stjórnarfundur í Sörla 4. desember 2014
Fundur settur kl 20:10. Mættir voru Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Eggert Hjartarson, Sigurður Ævarsson, Þórunn Ansnes , Brynja Björk Garðarsdóttir og Thelma Víglundsdóttir. Ásgeir Margeirsson boðaði forföll.
- Framkvæmdir í Hlíðarþúfum. Fyrirspurn frá tæknideild bæjarins. Húseigendafélag Hlíðarþúfna hóf framkvæmdir í haust við að gera nýtt reiðgerði sem rammaðist innan þess svæðis sem er skipulagt fyrir Hlíðarþúfur. Ekki var sótt um leyfi fyrir þessu áður en að framkvæmdir hófust . Verið er að leysa þetta í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Þetta hefur hlotið jákvæðar undirtektir hjá bænum og er verið að teikna upp verkefnið fyrir næsta byggingarfulltrúafund hjá Hafnarfjarðarbæ.
- Bréf til stjórnar Sörla frá Eggerti Hjartarsyni stjórnarmanni. Málið rætt.
- Starfsmannamál. Einstaklingur á vegum vinnumálastofnunar mætti í kynningarviðtal þann 1. desember síðastliðinn en hægt er að fá styrk frá Hafnarfjarðarbæ með honum sem atvinnuúrræði. Ákveðið var að gjaldkeri skilaði útreikningum um þá kosti sem eru í stöðunni til að mynda varðandi starfshlutfall tilvonandi starfsmanns til þess að stjórnin geti tekið ákvörðun varðandi ráðninguna.
- Málefni Sigrúnar Sigurðardóttur íþróttastjóra. Fræðslunefnd og æskulýðsnefnd áttu góðan fund með íþróttastjóra nýverið og leggur formaður til að samið verði við íþróttastjóra til lengri tíma en árs í senn. Ákveðið að boðað verði til fundar og samið til lengri tíma.
- Önnur mál.
- Rætt var um þarfir mótanefndar fyrir komandi keppnisár. Haft hefur verið samband við rafvirkja á vegum félagsins sem er tilbúinn til þess að aðstoða við þá þætti sem þarf að bæta. Nauðsynlegt er að boða rafvirkjann á fund og fara yfir kort af svæðinu og það sem þarf að gera. Æskilegt væri að formaður mótanefndar mæti á þann fund ásamt Hlyni Árnasyni stjórnarmanni.
- Nauðsynlegt er einnig að bæta undirlagið á keppnisvellinum sem hefur sigið töluvert. Sigurður nefnir að undirlag hjá Fáki hafi reynst vel. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
- Fjármál nefnda. Gjaldkeri leggur til að nefndir taki þátt í kostnaði þeim er varðar sérstaklega þá þætti sem snúa að þeim, líkt og í tilfelli mótanefndar nú.
- Hestadaganefnd. Friðdóra Friðriksdóttir og Thelma Víglundsdóttir taka að sér að vera fulltrúar Sörla í hestadaganefnd 2015 en lagt er til að fleiri komi að málinu þar sem margar hendur vinna létt verk.
- Sörlastaðanefnd. Kominn er hugur í nefndina og næsta verkefni sem á að ráðast í er að bæta hljóðvistina í veislusalnum. Formaður Sörla átti fund með nefndinni og málið í farvegi. Þórunn Ansnes ásamt formanni mun fylgja málinu eftir.
- Reikningar v/viðhalds reiðvega. Uppsafnaðir reikningar frá síðustu tveimur vetrum. Magnús Flygenring mun útvega yfirlit yfir vinnuna og Hafnarfjarðarbæ verður sendur reikningur.
- Félagsfundir. Þórunn Ansnes leggur til að félagsfundum sé fjölgað til þess að auka samtal milli félagsmanna og heyra fleiri sjónarmið. Viðstaddir taka undir það.
- Skötuveisla. Stefanía Sigurðardóttir mun sjá um skötuveisluna í ár.
- Dagskrá vetrarins. Dagskráin er nánast klár en vantar dagsetningar frá æskulýðsnefnd. Dagskráin verður prentuð út og plöstuð samkvæmt hefð og dreift í hesthúsin. Stjórnarmenn munu dreifa dagskránni í hesthúsin.
Fleira var ekki rætt. Fundi slitið kl 22:30
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 4. desember 2014 - 20:00
Viðburðardagsetning:
fimmtudaginn, 4. desember 2014 - 20:00
Frá:
Vettvangur: