Mánudagskvöldið 15. desember kl 19:30 kemur Aníta Margrét Mongólíukappreiðakona í heimsókn til okkar í Sörla til þess að segja okkur frá þessu einstaka ævintýri sínu þegar hún fór 1000 kílómetra á mongólskum hestum.
Hún hefur gefið út bók um ævintýrið sem hún mun selja okkur á mjög góðum kjörum. Bókin mun kosta 2.790 krónur og verður Aníta með posa með sér og mun árita bókina fyrir áhugasama.
Aníta hélt fyrirlestur á Landsþingi Landssambands hestamanna í október sl. þar sem þingfulltrúar spurðu hana margra spurninga og höfðu mjög gaman af frásögn hennar.
Þessi fyrirlestur höfðar jafnt til fullorðinna sem barna.
Fullorðnir greiða 1000 krónur inn en frítt er fyrir 18 ára og yngri.
Allir velkomnir.
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 8. desember 2014 - 15:18
Frá: