Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 17. júlí 2021 - 8:39
Frá: 

Ágætu knapar á Íslandsmóti og forráðamenn.  Mótstjórn og starfsfólk mótsins færir ykkur bestu þakkir fyrir prúðmannlegar framkomu, stundvísi og fallegar sýningar. Forkeppni í hringvallargreinum er nú lokið og úrslit hefjast laugardaginn 17. júlí.

Við biðjum ykkur að gæta að eftirfarnandi:

  • Afskrániingar skulu berast a.m.k. klukkustund áður en b-úrslit í viðkomandi grein hefjast
  • Kanpar skulu mæta tímanlega í safnhring og fá litamerkingar hjá starfsólki fótaskoðunar
  • Ekki má yfirgefa safnhring  eftir að inn er komið nema til keppnisvallar
  • Forráðamenn skulu halda sig utan safnhrings
  • Leiðsögn í safnhring er ekki leyfileg
  • Forráðamönnum er heimild að aðstoða við að lagfæra búnað og fatnað. Skal það gert með leyfi starfmanna fótaskoðunar.

Gangi ykkur öllum vel.

Svafar Magnússon, yfirdómari

Darri Gunnarsson, mótstjóri

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll