Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 14. apríl 2021 - 10:13

Í ár eins og síðastliðin ár ætlum við Hestamannafélagið Sörli að vera í samstarfi við tvo aðila með reiðnámskeið í sumar Íshesta og Hestaíþróttaklúbbinn Fákar og fjör.

Reiðskólinn hjá Íshestum er starfræktur hér á félagsvæði Sörla og hefur samstarfið verið í mörg ár, verður hann með sama sniði og undan farin ár. Í reiðskólanum er engin bókleg kennsla en verkleg kennsla fer fram í gegnum leik og starf með hestunum. Foreldrum er boðið að koma á sýningu í reiðhöll Sörla síðasta kennsludag. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl og mjög vel sótt í gegnum tíðina.
Skráning og frekari upplýsingar hér.

Í sumar sem og seinustu ár heldur Sörli áfram samstarfi við þær Sif og Karen sem hafa nú um árabil rekið hestaíþróttaklúbbinn Fákar og fjör. Þær sjá um reiðkennslu á sumarnámskeiðum sem verða kennd í yndislegu umhverfi á Álftanesi. Námskeiðin eru sannkölluð ævintýranámskeið og henta vel fyrir krakka sem hafa stundað hestamennsku og eiga jafnvel eigin hest og geta komið með hann.
Skráning og frekari upplýsingar hér.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll