Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 12 - 2020
Staður og stund: Rafrænn fundur á Zoom, miðvikudagur 2. desember 2020.
Stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Kristján Jónsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri
Fjarverandi: Ásta Kara Sveinsdóttir og Stefnir Guðmundsson
Ritari fundar: María Júlía Rúnarsdóttir
- LH þing - smá yfirferð
Farið yfir nýyfirstaðið LH þing sem hluti stjórnarmanna sótti auk annarra fulltrúa Sörla. Þingið fór fram rafrænt en þingfulltrúar Sörlu sátu þingið á Sörlastöðum. Almennt talið að ágætlega hafi tekist til þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður.
- Ný viðmið frá vinnuhóp v.árangursverðlauna félagsins
Stjórn fjallaði um ný viðmið og fyrirhuguð árangursverðlaun sem ætlunin er að veita fyrir góðan árangur félagsmanna á mótum á liðnu keppnisári. Ætlunin er að með nýjum viðmiðum verði valið gagnsærra og skilvirkara. Stjórn leggur áherslu á að veitt verði sem flest verðlaun fyrir árangur í yngri flokkum.
- Kæra vegna tengingu göngustígar – umræður + ákveða þarf undirbúningsfund fyrir fund með umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar.
Rætt um kæru Sörla til kærunefndar umhverfis- og skipulagsmála vegna göngustígs í gegnum skóginn á öðrum hraunhringnum. Ákveðið að afturkalla kæru í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær lýsti því í greinargerð fyrir kærunefndinni að framkvæmdir yrðu stöðvaðar og þá hefur umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar boðað Sörlafélaga til fundar og samráðs. Að mati stjórnar er ekki ástæða til að halda kærumáli til streitu í ljósi þess að til samtals hefur verið boðað og framkvæmdir stöðvaðar.
- Vetrarskemmtun/Uppskeruhátíð – 15. og 16.jan
Ákveðið að blása til rafrænnar uppskeruhátíðar í janúar og ræddur útfærslur á því, skemmtiatriði og fleira.
- Frá framkvæmdastjóra
- Ýmiss söluvarningur
Framkvæmdarstjóri kynnt ýmsan söluvarning svo sem ábreiður, hnakkábreiður og úlpur sem verða til sölu hjá félaginu.
- Dagskrá vetrarins og staða nefnda, miklar breytingar á mótanefnd og skemmtinefnd
Rædd skipan nefnda og þær breytingar sem liggja fyrir.
- Önnur mál
Ekki voru rædd önnur mál.
Fundi slitið kl. 22:30