Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 30. september 2020 - 13:13
Frá:
Starfssvið Viðrunarhólfanefndar er að skipuleggja uppgræðslu, girðingavinnu og nýtingu á því landsvæði sem Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað félaginu til afnota undir viðrunarhólf, þannig að það nýtist félagsmönnum sem best.
Viðrunarhólfanefnd 2021- 2022
- Jóhann Sigurður Ólasson - Hlíðarþúfum - Formaður, gsm 822 5458
- Ólafur Ólafsson - Hlíðarþúfur
- Friðþjófur Ragnar Friðþjófsson - Hlíðarþúfur
- XXXX – Efri byggð
- Vilhjálmur S Bjarnason – Efri byggð
- Sigurður Finnur Kristjánsson - Efri byggð
Starfslýsing fyrir Viðrunarhólfanefnd:
- Viðrunarhólfanefnd skal skipuð sex aðilum, þrír úr Hlíðarþúfum og þrír úr efri byggð.
- Starfssvið hennar er að skipuleggja uppgræðslu, girðingavinnu og nýtingu á því landsvæði sem Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað félaginu til afnota undir viðrunarhólf, þannig að það nýtist félagsmönnum sem best.
- Nefndin á að leggja til og annast um gjaldtöku í samstarfi við stjórn félagsins. Stefnt skal að því að ekki falli kostnaður á félagið.
- Nefndin skal sinna uppbyggingu og viðhaldi á girðingum og öðrum aðbúnaði fyrir hross á svæðinu.
- Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.
- Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendir stjórn félagsins til samþykktar.
- Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.
- Uppgjör nefndarinnar skal gera tveimur vikum fyrir aðalfund og eigi síðar en mánuð fyrir framhaldsaðalfund. Með uppgjöri skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.
- Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarfi. Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.
- Nefndin stofnar árlega fésbókarsíðu fyrir eigendur hrossa sem nýta viðrunarhólfin og notar þá síðu til upplýsingagjafar.
- Nefndin heldur fundi eins oft og þurfa þykir.
- Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
- Nefndin skal hafa skilað reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund.
- Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.
Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.