Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 21. ágúst 2020 - 13:20

 

Í gær hófst opna síðsumarsmót Spretts. Okkar frábæra fólk í Sörla er þar mætt til keppni og í gær fóru þau á kostum.

Í forkeppni í Fimmgangi F2 í 1. flokki urðu úrslit hjá okkar fólki eftirfarandi:

1. sæti Jóhannes Magnús Ármannsson og Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1
2. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Tonn frá Breiðholti í Flóa
3. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Kraftur frá Breiðholti í Flóa
12. sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Depla frá Laxdalshofi

Í forkeppni í Fimmgangi F2 í Ungmennaflokki urðu úrslit hjá okkar konu eftirfarandi:
9. sæti   Katla Sif  Snorradóttir og Stoð frá Stokkalæk

Einnig var keppt í Gæðingaskeiði PP1 og Flugskeiði 100m P2.

Úrslit hjá okkar fólki í þeim greinum urðu:

Gæðingaskeið PP1 – Meistaraflokkur
8. sæti Snorri Dal á Engli frá Ytri-Bægisá I

Gæðingaskeið PP1 – 1. Flokkur
1. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Kraftur frá Breiðholti í Flóa
5. sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Depla frá Laxdalshofi

Flugskeið 100m P2 – Meistaraflokkur
4. sæti  Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ

Hreint út sagt glæsilegur árangur. Til hamingju öllsömul. Við hlökkum til að sjá meira og fylgjumst með.

Áfram Sörli

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll