Dagskrá fundarins:

Fundargerð

Efni:                                  Framhaldsaðalfundur Sörla
Fundur nr:                         – 2020
Staður og stund:              Sörlastaðir, þriðjudagurinn 26. maí 2020.
Mættir stjórnarmenn:       Atli Már Ingólfsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristján Jónsson, Kristín Þorgeirsdóttir, María Júlía Rúnarsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson,
Áheyrnafulltrúi:                Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri Sörla
Fjarverandi:                      Stefnir Guðmundsson
Ritari fundar:                    Ásta Kara Sveinsdóttir

 

Fyrirliggjandi dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og ritara og könnun á lögmæti fundarins.
  2. Kynning, umræður um ársreikning félagsins fyrir árið 2019 og hann lagður fyrir fundinn.
  3. Kynning á stöðu byggingarmála reiðhallar.
  4. Kynning á nýjum hesthúsalóðum.
  5. Önnur mál.

 

  1. Kosning fundarstjóra og ritara og könnun á lögmæti fundarins.
    • Fyrirfram ákveðinn fundarstjóri Darri Gunnarsson.
    • Ásta Kara kosin ritari fundarins
    • Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti fundarins

 

  1. Kynning, umræður um ársreikning félagsins fyrir árið 2019 og hann lagður fyrir fundinn.
    • Kristín gjaldkeri fer yfir ársreikning félagsins. Tekjur félagsins rúmlega 48,5 milljónir.
    • Vaxtatekjur hafa hækkað en þær hafa hækkað um meira en helming frá því á síðasta ári. Ástæðan talin vera markvissari innheimta og betri vaxtakjör. Vaxtagjöld hafa lækkað svo um munar.
    • Hagnaður árið 2019 er rúmlega 2,5 milljónir.
    • Varanlegir rekstrarfjármunir eru rúmlega 44,5 milljónir, veltufjármunir rúmlega 18 milljónir en þar af er handbært fé rúmlega 16,5 milljónir.
    • Eignir samtals eru tæpar 63 miljónir sem er hækkun frá árinu á undan.
    • Eigið fé er alls tæpar 61 milljón og skammtímaskuldir tæpar 1,8 milljón. Skammtímaskuldirnar eru eingöngu reikningar sem ekki höfðu gjalddaga fyrr en í janúar og því allir greiddir þá. Skuldir og eigið fé er því samtals tæplega 63 milljónir.
    • Eina breytingin á þessu ári er sú að við erum byrjuð að eignfæra framlag okkar til væntanlegrar reiðhallarbyggingar. Þetta fjárframlag var veitt til að gera borholu til að athuga hvort að hægt væri að nota bergfestur. Þessi rannsókn sem Sörli lét framkvæma leiddi í ljós að hægt er að lækka byggingarkostnað verulega.
    • Hækkun á eignfærslu vegna véla, tækja og búnaðar er m.a. vegna snjótannar, skítadreyfara, hljóðtækja og fl. sem keypt var á árinu.

 

Sigurður Ævarsson velti upp spurningunni um það hvort ekki ætti að eignfæra hækkun fasteignar í samræmi við nýlegan eignaskiptasamning og ætlar Kristín gjaldkeri að taka það til athugunar.
 

Darri Gunnarsson ber reikningin fyrir fundarmenn. Reikningurinn er samþykktur samhljóða.

 

 

  1. Kynning á stöðu byggingarmála reiðhallar.

Atli Már Ingólfsson formaður fer yfir stöðu byggingarmála reiðhallar. Tekið hefur tíma að koma á samningi vegna framkvæmdarinnar við Hafnarfjarðarbæ. Tekið er fram að ef það væri ekki fyrir mikla eftirfylgni af hálfu Sörla og Halldóru Einarsdóttur væri þessu e.t.v. enn ólokið. Búið er að samþykkja framkvæmdarsamning og að skipa framkvæmdarnefnd. Sörli tilnefndi 2 aðila og bæjarstjórn 3.

  • Að hálfu minnihlutans - Stefán Már Gunnlaugsson
  • Að hálfu Sörla – Halldóra Einarsdóttir og Atli Már Ingólfsson
  • Að hálfu meirihlutans – Helga Ingólfsdóttir og Matthías Imsland

 

Formaður fer  yfir umræður um greiðsluþátttöku Sörla í framkvæmdinni. Framkvæmdir hefjast ekki fyrr en það liggur fyrir. Nefndarmenn að hálfu Sörla telja ekki raunhæft að kostnaðarþátttaka Sörla verði meiri en 10%.

 

Formaður óskaði sérstaklega eftir því að vera í nefndinni með þeim skýringum að brýnt yrði að tryggja hagsmuni Sörla. Félagsmenn hefðu skoðanir á  byggingu reiðhallarinnar, útliti hennar og notkunar möguleikum, t.a.m. hvað varðar skipulagðar æfingar barna, unglinga og ungmenna, fyrirsjáanlegt samstarf við grunn- og framhaldsskóla  auk þess sem Sörli hefur nú þegar skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi kennslu og þjálfun ungs fólks með fötlun.

Hafnarfjarðarbær hefur engar framkvæmdir á fjárhagsáætlun núna, hinsvegar er gert ráð fyrir því að hún verði endurskoðuð.

Formaður agði Hafnarfjarðabæ verða að taka ákvörðun hvort þeir byggi knatthús Hauka og reiðhöll á sama tíma. Við setjum eðlilega ekkert út á það svo lengi sem að reiðhöll Sörla sé byggð á sama tíma.

Formaður segir það liggja fyrir að  knatthús Hauka muni verða í 100% eigu Hafnarfjarðabæjar.  Þeir líta þar til þess að þar sé mikið barnastarf.

Formaður bendir á að sömu sjónarmið eigi við hjá Sörla enda sé mikið og öflugt barna og ungliðastarf hjá Sörla. Sörli sé með eitt öflugasta barna og unglingastarf meðal hestamannafélaga á Íslandi. Sömuleiðis sé Sörli eitt af fáum hestamannafélögum sem reki félagshús, með fullri þjónustu og leiðbeiningu, þar sem að börn sem ekki hafi aðstæður til að vera í hestamennsku geti stundað þessa frábæru og uppbyggilegu íþrótt í samveru við dýr og náttúru. Þá standi til að hafa starf fyrir fötluð börn og fullorðna í nýju reiðhöllinni.

  • Spurning úr sal: hvað eru mörg börn skráð í félagið – Sigríður framkvæmdarstjóri svarar: 251.

Atli segir framkvæmdanefnd hittast á næstu dögum og þá verði næstu skref ákveðin. Hann hafi trú á að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Annað væri mikil vonbrigði. Sörli sé búinn að vinna mikla ,,heimavinnu” af fagfólki innan Sörla s.s. Hrund Einarsdóttur verkfræðingi, Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt, Halldóru Einarsdóttur auk margra annara sem hafa lagt mikið á sig til að gera þessa framkvæmd að veruleika.

Búið að minnka verulega kostnað við bygginguna með ákveðnum hagræðingum og síðan er búið að koma með tillögu að áfangaskiptingu. Áfangaskiptingin er á þá leið að byrjað verður á reiðhöllinni og tengibyggingunni og í áfanga 2 yrði farið í félagshesthús og stækkun á félagsaðstöðu.

Sigurður Ævarsson nefndi hversu mikið grundvallaratriði það sé að hafa að hafa félagshús.

  1. Formaður fer yfir að ásýnt reiðhallarinnar skv. Teikningum hafi breyst örlítið frá upphaflegri kynningu og sé það m.a. tilkomið vegna breytinga sem þurfti að gera til að minnka kostnað. Sörli leggur þó áherslu á að passa upp á að reiðhallarbyggingin verði þannig að hún falli sem best inn í okkar einstaklega fallega svæði.
  2. Kynning á nýjum hesthúsalóðum.

Staðan í dag varðandi lóðir er sú að stjórn óskaði eftir að láta lækka lóðaverð. Bætt hefur veri úr því og má vænta þess að lóðirnar verði settar í sölu á næstu dögum/vikum.  Lóðunum geta fylgt teikningar sé þess óskað.

Spurning úr sal: Verður reiðhöll kostuð af hesthúsalóðum hjá okkur og íbúðarlóðirnar á Haukasvæðinu eyrnamerktar knatthúsinu?

Svar: Jú, sölur lóða flýta fyrir framkvæmdum.

Formaður biður salinn að fylgjast með þegar lóðir koma í sölu og endilega auglýsa það.

  1. Önnur mál.

Sigurður Ævarson hvetur stjórn og nefnd til dáða og áframhaldandi góðra verka.

 Formaður nefnir að hann  hafi átti fundi með bæjarstjóra Garðabæjar og formanni Spretts vegna lokunar á reiðleið fram hjá Maríuhellum. Vegna framkvæmda við Urriðaholt er Reiðleiðin er reiðvegurinn nánast farinn. Framundan er að setja  á fund með þessum aðilum þar sem Sörli og Sprettur leggja til að Garðabær og Hafnarfjörður lagi veginn til bráðabirgða en seinna meir yrði þurfi að leggja nýjan veg eftir línuveginum. Halldór í stóru reiðveganefndinni er að vinna í þessum málum skv. Formanni. Athugasemd kom úr sal um að það hefði átt að setja lögbann á að þessi reiðleið yrði skemmd áður en ný reiðleið væri komin. Umræður leiddu í ljós að um væri að ræða svo gamalt mál, yfir 15 ára, að ekki væri hægt að velta sér upp úr því núna.

Spurning úr sal: ,,Nú þegar búið er að bera í Kaldársveginn væri leiðinlegt að sjá að ekki hefði verið notað efni frá okkur. Sigríður framkvæmdastjóri svaraði spurningunni á þann veg að bærinn hefði ekki viljað nota það efni því þeim fannst það ekki nógu gott. Efnið yrði nýtt á öðrum stöðum þar sem að það væri orðið mjög aðkallandi að bera í

Formaður slítur fundi.  Atli þakkar stjórn og framkvæmdastjóra fyrir frábæran en samt óvenjulegan vetur og óskar öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir frábært ár.

 

Samþykkt,

dags: 26. mai 2020

fyrir hönd stjórnar,

Atli Már Ingólfsson, formaður
Ásta Kara Sveinsdóttir, ritari fundar

 

Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 31. maí 2020 - 13:18
Viðburðardagsetning: 
sunnudaginn, 31. maí 2020 - 13:18