Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 26. maí 2020 - 14:53

 

Nú eru krakkanámskeiðin að fara aftur í gang, bæði Knapamerki 1 og reiðmennskuæfingarnar, en engar takmarkanir eru á barna- og unglingastarfi út af covid-19.

Krökkunum verður kennt ýmist í reiðhöllinni eða í stóra hvíta gerðinu við reiðhöllina á mánudegi til fimmtudags, frá kl 16:00 á daginn og mismunandi eftir dögum hversu lengi fram á kvöld. Það eru samtals 37 börn og unglingar sem taka þátt í þessum æfingum og námskeiðum sem er alveg frábær þátttaka.

Viljum við því biðja félagsmenn að sýna þessu skilning þar sem að það tekur að sjálfsögðu tíma að kenna þessum fjölda, en þetta eru þeir félagsmenn sem við viiljum gera allt fyrir þ.e.a.s æskan okkar og framtíðin.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll