Efni:                              Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.:                  6 - 2020
Staður og stund:          Sörlastaðir, miðvikudagur 3. Mars 2020
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristján Jónsson, Stefnir  Guðmundsson, og Sveinn Heiðar Jóhannesson.
Áheyrnarfulltrúi:     Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi:              Kristín Þorgeirsdóttir, María Júlía Rúnarsdóttir
Ritari fundar:           Ásta Kara Sveinsdóttir

 

  1. Reiðhallarmál, staða og framhaldið.

Sörli kynnti skýrslu starfshóps um byggingu nýrrar reiðhallar fimmtudaginn 27. febrúar fyrir bæjarráði Hafnarfjarðar. Fundurinn hefði átt að vera mun fyrr. Fyrir bæjarráði voru kynntar helstu niðurstöður skýrslu varðandi kostnað komandi reiðhallar og þær leiðir til áfangaskiptingar og lækkunar kostnaðar sem unnar voru að ósk bæjarstjóra af hópnum. Lagðar voru fram tölur umþrónun félgsmanna annarsvegar í Spretti og hinsvegar í Sörla frá árinu 2012og kynnt hvernig félagsmönnum fjölgaði til muna eftir að reiðhöllin var reist hjá Spretti. Árið 2012 voru félagar í Andvara og Gusti samtals  um 800 -900 en þegar reiðhallarbygging og hesthúsabyggingar í kjölfar þess hófust fjölgaði þeim talsvert eða upp í ca 1600 manns. Sörlafélagar voru í kringum 2012 um 800, fækkaði næstu ár á eftir en hefur fjölgað undanfarið og eru nú 860 talsins.

 

Formaður sendi póst til bæjarstjóra til að ítreka veiðni um fund varðandi samningsgerð á reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla.

 

  1. Happadrætti - skipulag.
    Allir í stjórn beðnir að fara að safna vinningum og biðja félaga sína að gera hið sama. Happadrættið var mjög góð fjáröflun fyrir félagið á síðasta ári.

 

  1. Farið yfir fund með atvinnumönnum.
    Fundur var nýverið haldinn með atvinnumönnum á félagssvæði Sörla. Farið var yfir hvort eitthvað mætti betur fara dags daglega. Fundurinn var skemmtilegur og atvinnumenn ánægðir á svæðinu. Snjómokstur, eins og hann er viðhafður í Sörla, hafði ekki haft áhrif á þeirra atvinnumennsku. Atvinnumennirnir töluðu sérstaklega um að þau vilji ekki að það sé mokað þegar hart væri undir og að takmarka mokstur þannig að ekki myndist ruðningar og síðan klaki.

 

  1. Íshestar samningur og aukið samstarf – frá formanni.
    Formaður átti gott símtal við framkvæmdastjóra Íshesta. Funda þarf til að ganga frá samningi við Íshesta.
    Í símtalinu kom fram að Íshestar hafa áhuga á því að auka samstarf varðandi sumarreiðskóla og jafnvel að leigja okkur aðstöðu fyrir félagshús. Formanni og framkvæmdastjóra var falið að fara á fund með Íshestum og heyra þeirra hugmyndir og ræða málin áfram.

 

  1. Kostunaraðilar móta – Sveinn Heiðar.
    Staðan er sú að ákveðið hefur verið að halda World Ranking mót. Ljóst er að við það er aukinn kostnaður og þá þarf einnig aukinn mannskap. Ljóst er að þá þarf margar hendur.

 

  1. Erindi frá Hinriki Sigurðssyni vegna Reiðmannsins.
    Hinrik Sigurðsson hefur óskað eftir því að halda áfram með kennslu Reiðmannsins á næsta ári. Reiðmaðurinn gefur félaginu töluvert miklar tekjur og í rauninni eina námskeiðið sem skilar félaginu svo miklum tekjum fyrir leigu á reiðhöllinni. Ástæðan fyrir því að önnur námskeið hafa ekki gefið jafn mikið til Sörla er sú að stjórn vill ekki rukka of mikið fyrir námskeið þar sem að félagið vill stuðla að aukinni menntun í reiðmennsku og auk þess vera samkeppnishæft við nágrannahestamannafélög. Sömuleiðis vill Sörli hafa námskeiðin þannig að þau nýtist sem flestum. Erindið var samþykkt einróma af stjórn.

 

  1. Erindi frá Hinriki Sigurðssyni v. viðbót í þjónustuflóru félagsins.
    Hinrik Sigurðsson óskaði eftir samstarfi við Sörla um verkefni sitt ,,Þjálfun og uppbygging til árangurs”. Hann stefnir með þessu að því að geta veitt hestamönnum hugarþjálfun í formi samtala og ráðgjafar. Stjórn og framkvæmdastjóri samþykktu þetta einróma sem góða viðbót til að auka fjölbreytileika. Hann mun því hafa starfsemi fyrir hestamenn í fundarherberginu á 2. hæð að Sörlastöðum í samráði við framkvæmdastjóra.

 

  1. Mál frá framkvæmdastjóra til upplýsingar.
    Nefnd sem fengin var til að yfirfara stigagjöf vegna verðlaunaafhendingar félagsins í lok árs er nú að búa til reikniforrit fyrir verðlaunaafhendingu „íþróttamaður og íþróttakona ársins“. Nefndin hefur verið að hittast og er á góðri leið með að komast að niðurstöðu hvernig best og sanngjarnast sé að reikna út stigagjafir fyrir þessi verðlaun.

 

  1. Önnur mál.
    • Námskeið: Öll námskeið fyllast á fyrstu mínútunum eftir að þau eru auglýst og komast færri að en vilja. Það er því ljóst að þegar nýja reiðhöllin kemur verður hægt að sinna öllu starfi margfalt betur.
    • Námskeið: Óskað hefur verið eftir námskeiði til að efla þá sem eru hræddir og langar til að yfirvinna það. Verið er að skoða það og hvort að hægt sé að ná í fullt námskeið.
    • Námskeið: Félaginu hefur borist ósk um að  fá ökukennara til halda kennslu fyrir kerrupróf. Það er í skoðun.
    • Mast barst athugasemd varðandi Félagshesthús Sörla. Þeir komu og tóku hesthúsið og hrossin út. Mast gerði engar athugasemdir varðandi fóðrun á hrossunum og voru þau öll í topp standi.
    • Framhaldsaðalfundur verður haldin 19 mars. Laganefnd þarf að hafa lögin tilbúin fyrir fundinn.
    • Viðbrögð við COVID hættunni rædd og skipulögð. Framkvæmdastjóra falið að fylgjast mjög vel með öllu framhaldi þess máls og viðbrögðum yfirvalda.

 

 

Fundi slitið kl. 22:10
Samþykkt, 
dags:  4. mars 2020 
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Ásta Kara Sveinsdóttir

Viðburðardagsetning: 

Miðvikudaginn, 4. mars 2020 20:00 -  22:10

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 16. mars 2020 - 14:54
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 16. mars 2020 - 14:54