Í ljósi þess að almannavarnir hafa sett á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar og þeirri óvissu sem ríkir vegna hennar í samfélaginu hefur stjórn Hestamannafélag Sörla í samráði við nefndir ákveðið að fara að fordæmi annarra fyrirtækja og félaga og verða eftirtaldir viðburðir ekki haldnir eða frestað um óákveðin tíma:
Framhaldsaðalfundi félagsins verður frestað um óákveðinn tíma.
Æskulýðsnefnd hefur ákveðið að fella niður eða fresta Bingói, Leikjadegi og Reiðtygjanámskeiði, en þau stefna á að hafa félagsmiðstöðina áfram allavegana á meðan starf grunnskólana er í gangi, einnig stefna þau á að vera áfram með útreiðatúrana fyrir vana krakka.
Kynbótanefnd ætlar að fresta Kynbótaferð um óákveðinn tíma.
Vetrarleika 3 verða vonandi haldnir úti á Hraunhamarsvelli, en eflaust verðum við að sleppa Stebbukaffi, en við verðum að sjáum betur hvernig hlutirnir þróast.
Skemmtinefnd fellir niður skemmtun eftir Vetrarleika 3 og Skírdagskaffið fellur niður.
Kvennadeild frestar fyrirhugaðri Kvennaferð sem fara átti 18.apríl.
Við ætlum að halda áfram með námskeiðin, æfingarnar og félagshúsið sem eru í fullum gangi hjá félaginu, en auðvitað hvetjum við fólk að mæta ekki ef þau sína einhver flensu einkenni.
Með von um að allir haldi heilsu sinni í gegnum COVID-19 storminn,
Hestamannafélagið Sörli.