Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 9. mars 2020 - 8:47
Vettvangur: 
Sörlastaðir

 

Úrslit Grímuleika Sörla 2020

Grímuleikar Sörla voru haldnir um liðna helgi í reiðhöllinni og var þátttaka á mótinu frábær. Allir mættu í glæsilegum búningum og gaman að sjá hve mikla vinnu margir lögð í búningana sína og hve krakkarnir hafa gaman af. Ríflega 50 skráðu sig til leiks og er það sannalega gleðiefni og sýnir vel hve mikil grjóska er í félaginu. Það er greinilegt að framtíðin er björt og spennandi hjá okkur í Sörla.

Alls voru 27 pollar skráðir til leiks, allt glæsilegir krakkar hver í sínum búning. Í pollaflokk II, svokallaðir teymdir pollar voru 21 þátttakandi og kom bersýnilega í ljós hve aðstæðan hjá okkur er fyrir löngu sprunginn því skipta varð flokknum í tvennt til að lágmarka slysahættu sem getur skapast ef of margir eru í einni kös. Var sama upp á teningnum í Pollaflokk I þar sem pollarnir ríða sjálfir án aðstoðar. Þar voru 6 þátttakendur skráðir og ekki talið annað boðlegt vegna smæðar reiðhallarinnar en að skipta þeim flokk líka í tvo hópa af sömu ástæðu en miklu máli skiptir að bil milli hesta sé nægjanlegt.

Í barnaflokk var einnig frábær þátttaka og greinilegt að upp er að vaxa stór kynslóð hestakrakka en alls skráðu sig 18 börn til leiks. Ekki var talið annað mögulegt en að skipta flokknun upp og það í fjögur holl með 4-5 þátttakendum í hverju holli. Einnig vegna fjölda þátttakenda voru þar riðin úrslit og varð þá annsi þröngt á þingi þar sem 5 knapar hlutu sömu einkunn í 3-7 sæti og því sjö knapar í úrslitum.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur:

1. Fanndís Helgadóttir og Ötull frá Narfastöðum

2. Kolbrún Sif Sindradóttir og Orka frá Stóru-Hildisey

3. Tristan Logi Lavender og Dynjandi frá Skipanesi

4. Steinunn Anna Guðlaugsdóttir og Viður frá Reykholti

5. Þula Dís Örvar og Una frá Súluholti

6-7. Snæfríður Ásta Jónasdóttir og Snót frá Vatnsleysu

6-7. Ágústína Líf Siljudóttir og Spurning frá Lágmúla

Flottasti búningurinn:

Kolbrún Sif Sindradóttir

Unglingaflokkur:

1. Sara Dís Snorradóttir og Flugar frá Morastöðum

2. Hjördís Emma Magnúsdóttir og Kráka frá Geirmundarstöðum

3. Jessica Ósk Lavender og Bjarmi frá Efri-Skálateigi

4.  Margrét Eir Guðlaugsdóttir og Játvarður frá Hlemmiskeiði

5. Guðmundur Magnússon Moli frá Grindavík

Flottasti búningurinn:

Hjördís Emma Magnúsdóttir

Flokkur 18. ára og eldri:

1. Katla Sif Snorradóttir og Sómi frá Holtsmúla

2. Jónína Valgerður Örvar og Gígur frá Súluholti

3. Aníta Rós Róbertsdóttir og Frakkur frá Tjörn

4. Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir og Kopar frá Kaldbak

5. Stefanie Anke Gregersen og Casanova frá Hófgörðum

Flottasti búningurinn:

Aníta Rós Róbertsdóttir

 

Æskulýðsnefnd Sörla þakkar öllum þeim sem tóku þátt á Grímuleikunum fyrir þátttökuna.

Einnig þakkar nefndin Sigurði E. Ævarssyni fyrir dómgæsluna sem og öðrum sjálfboðaliðum leikannna.

Eftir leikanna var Öskudagsball í veislusalnum á Sörlastöðum þar sem kötturinn var sleginn úr tunnuni og skemmtu allir sér vel.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll