Nú er komið að skráningu í lotu tvö í Reiðmennskuæfingum Sörla.
Við ætlum að gefa í af fullum þunga og nú verður skipulaginu þannig háttað að við ætlum að skipta þátttakendum upp eftir flokkum og innan þeirra verður flokkað í reiðtíma eftir getustigi.
Við ætlum að fækka niður í tvo knapa í hverjum reiðtíma og hafa hvern tíma 40 mínútur. Kennt verður úti á reiðvelli, inni í höll, úti í reiðgerði og kannski víðar ef þurfa þykir. Æfingar í seinni lotu hefjast 5. apríl n.k. og munu standa til c.a. 11. júní. Lagt er upp með að æfingar fari fram á virkum dögum.
Saman í flokki verða:
Knapar fæddir árin 1999 – 2003
Knapar fæddir árin 2004 – 2005
Knapar fæddir árin 2006 – 2007
Knapar fæddir árin 2008 – 2009
Knapar fæddir árin 2010 – 2011
Allir knapar sem eru félagsmenn í Sörla, eru með hest til umráða og eru á þessum aldri geta skráð sig. Námskeiðsgjald verður kr. 30.000 fyrir þessa lotu.
Við erum að fara að hitta reiðkennarana á þriðjudaginn þá langar okkur að vera komin með ca fjölda, vinsamlegst skráið því börnin sem fyrst.