Stjórnarfundur hestmannafélagsins Sörla miðvikudaginn 5. febrúar 2020. Fundurinn var haldinn á heimili formanns.
Fundur hófst kl. 20:00
Mættir eru: Atli Már Ingólfsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Kristján Jónsson og Sigríður Kristín Hafþórsdóttir
- Reiðhallarmál
Drög að samkomulagi Sörla við Hafnarfjörð um byggingu reiðhallar verður tekinn fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi hjá Hafnarfjarðarbæ skv. formanni bæjarráðs.
- Fundur um breytingar á skipulagi hjá Sörla
Fundur um breytingar á skipulagi á Sörla svæðinu verður ákveðinn í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæ hafa lagt til að fundurinn verði haldinn hjá þeim, eftir kl. 17 í vikunni 10. – 14. febrúar nk. Stjórnin ákveður að leggja til að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 17.
- Áherslumál stjórnarmanna – staðan
Staðan rædd á hugmyndum stjórnarmanna um áherslumál.
- Mál frá framkvæmdarstjóra
- Félagshús: Rætt um að fá fleiri börn í húsið og fleira.
- Félagatal – Félagsgjöld: Framkvæmdarstjóri upplýsir um að 870 einstaklingar eru skráðir í félagið.
- LH – video: Framkvædarstjóri upplýsir að búið sé að biðjum að opnað verði fyrir myndböndin á WorldFeng fyrir skuldlausa félagsmenn.
- Rekstrarsamningur Sörli – Hafnarfjörður: Samkvæmt framkvæmdarstjóra er rekstrarsamningurinn í vinnslu og viðræðum, m.a. rætt um fjármuni sem verða eyrnamerktir tilteknum verkefnum félagsins, svo sem snjómokstri og fleira.
- Mótanefnd – styrkir: Stjórnarmaður mun fara á fund með mótanefnd vegna öflunar styrkja.
- Íshestar – samningur: Rætt um endurnýjun samnings við Íshesta.
- Skiltamál og merkingar á félagssvæði
- Stóra skiltinu fyrir neðan Hlíðarþúfur synjað
- Skilti inni á reiðvegi samþykkt með breytingum
- Önnur mál
- Rætt um uppfærslu á vefsíðu félagsins
- Umræða um fjáröflun með happadrætti
- Rætt um framhaldsaðalfund í mars
22:30 Fleira ekki gert og fundi slitið.