Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörla.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingum á lóðarsærðum og númerum húsa. Skilmálatafla er uppfærð og greinagerð ásamt stígatengingum.
Breytingartillagan er í auglýsingu með athugasemdarfresti til 24. febrúar.
Kynningarfundur þar sem farið verður yfir þessar breytingar verður haldinn á Norðurhellu 2, þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 17.15.
Hvetjum við alla félagsmenn okkar til að fjölmenna á fundinn.