Átt þú rykfallið borðspil eða áhugaverðar dvd myndir fyrir börn og unglinga inn í geymsli sem misst hafa hlutverk sitt á heimilinu?
Er þá ekki tilvalið að finna því nýtt hlutverk hjá félagsmiðstöð Sörlastaða?
Æskulýðsnefnd óskar eftir borðspilum og DVD myndum sem komið gætu að gagni í félagsmiðstöðinni í vetur.
Þeir sem áhuga hafa á að gefa/lána félagsmiðstöðinni borðspil eða aðra afþreyingu geta sent póst á aeskulydsnefnd@sorli.is
Æskulýðsnefnd langar jafnframt að bjóða áhugasömum að skrá sig á póstlista nefndarinnar. Nefndinni hyggst nýta m.a. póstlistann til að auglýsa viðburði á vegum nefndarinnar. Notast verður við bcc þannig að auðvelt er fyrir þá sem eru á listanum að svara pósti án þess að allur listinn fái svarið.
Þeir sem vilja skrá sig á póstlista æskulýðsnefndar senda póst á aeskulydsnefnd@sorli.is með subject: „póstlisti - já takk".
Kveðja,
Æskulýðsnefnd Sörla