Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 13. janúar 2020 - 16:17

Síðastliðna helgi var járninganámskeið á vegum Fræðslunefndar hér í Sörla. Alls voru 12 þátttakendur og voru eigendur Fákaríkis svo örlátir að lána okkur húsið sitt fyrir námskeiðið.

Þátttakendur tóku að sér að járna upp hrossin í félagsshúsinu og gekk allt mjög vel. Nánast öll hrossin sem eru í starfinu eru nú ný járnuð og á nýjum skeifum sem að Sigurður Torfi járningameistari og kennari námskeiðsins fékk endurgjaldslaust hjá Ástund ehf.

Þetta var svo sannarlega góður stuðningur við starfsemi félgshússins og fyrir hönd Hestamannafélagsins Sörla langar mig að þakka þátttakendum járninganámskeiðsins kærlega fyrir sem og fyrirtækinu Ástund ehf fyrir skeifurnar og eigendum Fákaríkis fyrir lánið á húsinu.  

Sjálfboðaliðsstarf í hestamannafélagi eins og okkar er félaginu nauðsynlegt. Við höfum undanfarin ár sífellt verið að sjá vinnutíma sjálfboðaliða aukast við hin ýmsu störf innan félagsins enda er mikill uppgangur hjá okkur.

Kærar þakkir allir sem leggja hönd á plóg.  

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll