Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 19. desember 2019 - 12:52

Hin árlega Skötuveisla Sörla fór fram 14. desember. Góð mæting var úr öllum aldurshópum og eins og venjulega var gaman að hittast og spjalla saman.

Það var hugur í fólki og margir að taka inn og var það vinsælt umræðuefni, enda smölun í Krýsuvík daginn eftir.

Gaman hvað þessi hefð hefur festst í sessi hjá okkur og voru fleiri í ár en í fyrra og vonum við að það sé fyrirboði um þátttöku gleði félagsmanna í vetur og allt næsta ár.

Skatan var góð og allir glaðir.

 

Með bestu þökkum fyrir komuna og skötukveðju,

Framkvæmdastjóri, stjórn og nefndarfólk sem sá um veisluna.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll