Grímuleikar og öskudagsball verða haldnir sunnudaginn 1. mars kl 14:00 á Sörlastöðum.
Skáning fer fram í andyri reiðhallarinnar milli kl 12 og 13 samdægurs. Einnig er hægt að senda skráningu áður á póstfang æskulýðsnefndar: aeskulydsnefnd@sorli.is þar sem fram þarf að koma: Nafn knapa og aldur, nafn hests og uppruni og gervi knapans. Þátttökugjald er 1000kr en frítt er fyrir polla.
Í boði verða eftirfarandi flokkar: Pollar teymdir Pollar ríðandi Börn 10-13 ára Unglingar 14-17 ára Flokkur 18 ára og eldri
Að leikunum loknum, milli kl: 15-17 verður öskudagsball opið öllum Sörlakrökkum, þar sem sleginn verður kötturinn úr tunnunni og farið verðir í leiki. Hlökkum til að sjá ykkur!
Æskulýðsnefnd Sörla