Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 29.febrúar kl 13:00 á Sörlastöðum. Vegleg verðlaun eru í boði og folatollauppboð verður á þekktum stóðhestum, m.a verður boðinn upp tollur undir glæsilega klárhestinn Hnokka frá Eylandi sem hefur hlotið 8,50 fyrir hæfileika 6 vetra gamall og sannað sig á keppnisbrautinni.

Folald sýningarinnar hlýtur hinn eftirsótta Þjórsárbakkabikar.
Dómarar eru Jón Vilmundarson og Gísli Guðjónsson.

Skráningar skal senda á netfangið topphross@gmail.com.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Nafn folalds, uppruni og IS númer
  • Nafn móður og föður folalds
  • Litur
  • Eigandi og ræktandi folalds

Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509. Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 27.febrúar.

Um að gera að sækja folöldin og koma á þessa skemmtilegu sýningu.

Nánari upplýsingar koma síðar og við munum kynna fleiri uppboðstolla.

Kynbótanefndin.

 

Myndir af Hnokka frá Eylandi, knapi Helga Una Björnsdóttir

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 18. febrúar 2020 - 9:45
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll