Hans Þór Hilmarsson verður með 4 vikna reiðnámskeið sem hefst 7.jan 2020.
Hans Þór Hilmarsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Hólum og starfar við tamningar og þjálfun hrossa.
Hansi hefur einnig náð góðum árangri undanfarin ár í keppni og sýningum kynbóta hrossa.
Á námskeiðinu verður farið í uppbyggilega þjálfun hests og knapa. Um er að ræða 30 mín. einkatíma. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 7.jan 2020 og eru þeir vikulega á þriðjudögum frá 17-22.
Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.
Námskeiðsgjald 27.000 kr. Það er orðið fullt á námskeiðið en hægt að skrá sig á biðlista á sorli@sorli.is