Nú síðsumars var gerður samningur á milli Hestamannafélagsins Sörla og Fasteignasölunnar Hraunhamars þess efnis að Hraunhamar styrkir barna og unglingastarf Sörla um 1.500.000 á árunum 2019-2021 styrkurinn verður notaður til þess að styrkja starfsemi félagshesthússins. Framlag Sörla til samstarfsins er með þeim hætti að Sörli mun nefna keppnisvöll félagsins HRAUNHAMARSVÖLL árin 2020, 2021 og 2022 þar sem keppnisárið 2019 er liðið. Öll mót sem haldin eru á tímabilinu verða auglýst á HRAUNHAMARSVELLI, óháð því hver er styrktaraðili hvers móts hverju sinn.
„Stjórn félagsins fagnar þessu samstarfi af heilum hug. Við erum þakklát okkar góðu félagsmönnum sem vilja styrkja æskulýðsstarfið okkar. Með þessum samningi hjálpum við félagshúsinu, barna og unglingastarfinu okkar, að vaxa og dafna og því nýliðunarstarfi sem þar fer fram. Við erum þakklát Hraunhamar fyrir þeirra stuðning til þessa góða málsefnis.“
Atli Már, formaður Sörla.