Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 10 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 4. september 2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Stefnir Guðmundsson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Eggert Hjartarson,
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Fyrirliggjandi dagskrá:
- Göngustígur í Gráhelluhrauni.
- Aðalfundur – undirbúningur.
- Staðan á reiðhallarmálum.
- Félagshús
- Samstarfssamningur um Hraunhamarsvöll.
- Beitarhólfamál.
- Haustverk
- Stúkan
- Þrif og málningarvinna – almennt viðhald.
- Brunavarnir – úttekt/athugasemdir
- Skil á viðhaldsáætlun til Hfj.
- Októberfest/Nóvemberfest/Uppskeruhátíð Sörla
- Önnur mál
Göngustígur í Gráhelluhrauni
Stjórn sendi kæru þann 10. apríl sl. til umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar vegna lagningu göngustígs í Gráhelluhrauni. Í kærunni kom fram m.a. lega göngustígsins vísar fólki beint inn á aðalreiðleið félagsmanna og því stórlega gölluð og eykur á slysahættu. Kæran var tekin fyrir þann 2. maí sl. og var erindinu synjað á þeim forsendum að göngustígurinn væri á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015- 2030. Stjórn hefur ákveðið fara lengra með þetta mál og senda ítarlega greinargerð til bæjaryfirvalda. Því það er ljóst að öryggi vegfarenda hvort sem er gangandi eða ríðandi verður ógnað og slysahættan gífurleg. Formaður mun vinna að greinargerðinni þar sem formlega verður óskað eftir breytingu á aðalskipulagi á þessum stað.
Aðalfundur - undirbúningur
Undirbúningur er hafinn vegna aðalfundar og verður hann auglýstur fljótlega. Reikningar félagsins fyrir fyrstu sex mánuðina eru nánast tilbúnir og verða sendir til skoðunarmanna. Almennt líta þeir vel út. Tekjur hafa hækkað og kostnaður einnig. Það er ljóst að það er mikið í gangi á öllum vígstöðum.
Staðan í reiðhallarmálum
Verið að leita leiða til að lækka kostnaðinn við reiðhallarbygginguna m.a. að láta fara fram á að stækka byggingareitinn svo hægt sé að breyta byggingunni þannig að kostnaður við hana verði minni. Gerða þarf tilraunaholur til að athuga hvort hægt sé að nota bergfestur í stað þess að þurfa að steypa mikla sökkla. Ef hægt er að nota bergfestur minnkar það kostnaðinn við framkvæmdina. Sörli þarf að leggja út fyrir þessari tilraunavinnu en fær gjöldin metin sem eign þegar byggingin er komin upp. Var þetta samþykkt einróma af stjórn.
Félagshesthús
Ekki er búið að ganga frá samningum. Öll drög eru komin til samningaaðila. Búið að skrá 21 barn í félagshesthúið og fer það vel af stað. Húsið var afhent skítugt og ekki var búið að moka neitt út og var því samkomulag að því yrði skilað eins og tekið var við því.
Allir spennir að hefjast handa. Nokkrir sjálfboðaliðar hafa verið að járna hrossin. Öll skipulagning fyrir haustönnina er tilbúin og allt að smella saman. Óskað verður eftur að umsjónarmenn skrifi pistil um félagshúsið og starfsemina þar í bæjarblöðin í Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögin.
Umræða var um það hversu mikilvægt væri að börnin í félagshesthúsinu myndu falla inn í starf Æskulýðsnefndar Sörla og ekki væri um tvö aðgreind verkefni að ræða. Umsjónarmenn félagshússins eru orðnir hluti af Æskulýðsnefnd Sörla og er markmiðið að öll börn Sörla blandist og félagshúsið sé aðeins einn liður í að efla Æskulýðsstarf Sörla.
Ákveðið var að opna að nýju Æskulýðshóp Sörla á facebook, virkja hann betur og nýta til að ná til allra barna og þeirra aðstandendur.
Samstarfssamningur um Hraunhamarsvöll
Sörli náð samningum við Hraunhamar fasteignasölu um að styrkja starfið um 500.000 árlega næstu 3 ár. Samningsdrög liggja fyrir og inntakið er það að Hraunhamar fær að kalla keppnisvöllinn Hraunhamarsvöll í 4 ár. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en það verður gert innan tíðar.
Beitarhólf
Sörli fékk úthlutað landsvæði frá Hafnarfjarðarbæ á milli Bleiksteinsháls og Hlíðarþúfna. Þetta er stórt og mikið svæði sem á eftir að nýtast okkar félagsmönnum vel í framtíðinni. Einnig fékk félagið til umráða túnið við hliðina á 400 hringnum í Hlíðarþúfum. Búið er að taka niður gömlu girðingarnar og girða upp á nýtt. Einnig er búið að gera nýtt aðgengi í hólfið, neðan við 400 hringinn, við hliðina á reiðveginum út úr hverfinu. Það var húsfélagið í Hlíðarþúfum sem lagði til fjármuni til kaupa á nýju girðingaefni en notað var það fé sem ávannst af útleigu hólfanna fyrir neðan Hlíðarþúfur í sumar.
Sörli hefur fjárfest í ruddasláttuvél fyrir söfnunarfé sem kom annars vegar út úr ,,Nóvemberfestinu” og hins vegar fyrir peninga sem safnast hafa á karlakvöldum Graðhestamannafélags karlpunga Sörla.
Kristján Jónsson sjálfboðaliði er búin að slá c.a. 1/3 af svæðinu. Þetta er mikið verk og vinnst hægt þar sem að landið er grýtt og í töluverðum halla. Búið er að losa töluvert af skít á svæðinu sem bera þarf á þar sem búið er að slá.
Krýsuvíkurnefnd er búinn að fjárfesta fyrir félagið lítinn tunnudreifara til að nota til að dreifa skít á svæðið. Ákveðið að stofna nýja nefnd á næsta aðalfundi sem sér um þessi viðrunarhólf. Viðrunarhólfanefndin kemur til með að aðstoða við uppgræðsluna á svæðinu og sjá um hólfin í framtíðinni.
Haust-verk
Ýmis haustverk liggja fyrir m.a. að þrífa reiðhöll sérstaklega undir áhorfendabekkjum/stúkunan. Verður kallað í sjálfboðaliða til að þrífa og spúla út. Almenn þrif og málningarvinnu þarf að fara í og svo þarf að ganga í nokkur verk er komu fram við úttekt brunavarna. Þetta ásamt fleiri verkum eru sett á viðhaldsáætlun sem send er Hafnarfjarðarbæ.
Viðhaldsáætlun Sörla er tilbúin og er búið að lista upp bæði verkefni sem voru unnin á árinu sem og verk sem þarf að fara í fyrir á árinu 2020.
Október/Nóvemberfest/uppskeruhátíð
Ákveðið að halda uppskeruhátíð fyrir félagsmenn. Hið hefðbundna nefndargrill fellur inn í þessa hátíð. Hátíðin verður haldin seinnipart nóvember og er framkvæmdastjóra fengið að leita að sal til að halda uppskeruhátíðina og setja saman verkefnalista til að skipuleggja þessa hátíð. Sama dag verður haldin uppskeruhátið fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.
Á uppskeruhátiðinni fer verðlaunaafhendingin fram sem áður var á aðalfundi Sörla. Markmiðið að er geta haldið betur og skemmtilegra upp á góðan árangur Sörlafélaga í góðra vina hópi en ekki sem aukadagskrárliður á aðalfundi þar sem aðeins önnur stemmning ríkir.
Önnur mál
- Rekstrarsamningur: Sörli mun óska eftir breytingu á rekstrarsamningi þ.e. að félagshúsið verði sett inn í rekstrar- og þjónustusamning Hafnarfjarðar við félagið.
- Gæðingaveisla: Rætt um dómaramál sem kom upp á mótinu. Einnig var rætt niðurfellingu unglingaflokks á mótinu og að unglingar sem voru skráðir var einungis boðið að fara í B-flokk opinn. Það er stefna félagsins að hvetja æskulýð til þátttöku í félagsstarfi Sörla þar með keppni og því mikilvægt að tryggja að þessi flokkar séu á mótum þótt ekki sé fullnægjandi skráning. Ákveðið að halda fund með formann mótanefndar sem jafnframt var mótstjóri mótsins og ræða þessi mál.
- Bréf til stjórnar: Rætt um erindi frá félagsmanni um mótshald. Formaður mun svara bréfinu.
Fundi slitið kl. 23.00
Samþykkt,
dags: 15.sept.2019
fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Valka Jónsdóttir