Var haldið dagana 6. til 8. september s.l. í Spretti. Strax á föstudeginum áttum við Sörlafélagar keppandann sem stóð efstur eftir forkeppni í B – flokki áhugamanna. Þetta var enginn annar en hann Sævar Leifsson okkar á merinni Pálínu frá Gimli. Það var því spennandi að fylgjast með úrslitunum þar sem að þau urðu í 2. sæti með einkunnina 8,548, aðeins 0,045 á eftir 1. sætinu.
Fleiri félagsmenn komust í verðlaunasæti á mótinu þrátt fyrir ristjótt veður. Sigurður G. Markússon varð í 6. sæti á hestinum Nagla frá Grindavík í A – úrslitum í A – flokki áhugamanna með einkunnina 8,188. Í B – úrslitum í A – flokki áhugamanna urðu Höskuldur Ragnarsson og Óðinn frá Silfurmýri í 10. sæti, Kristín Ingólfsdóttir og Tónn frá Breiðholti í Flóa urðu í 13. sæti og Hafdís Arna Sigurðardóttir og Þór frá Minni-Völlum í 14. sæti.
Nokkur fjöldi félagsmanna Hestamannafélagsins Sörla keppti á mótinu undir merkjum Sörla. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir enda um glæsilega knapa að ræða og góðan árangur. Það er því einstaklega gaman að fylgjast með okkar fólki.