Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 20. september 2019 - 20:00
Vettvangur: 
Sörlastaðir

 

Kæru útskriftarnemendur Knapamerkja.

Okkur hjá Hestamannafélaginu Sörla þykir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hve margir sækja þau Knapamerkjanámskeið sem eru í boði ár hvert. Þessi þátttaka segir okkur að okkar frábæru félagsmönnum er umhugað um að bæta reiðmennsku sína og þekkingu. Með nýrri reiðhöll sjáum við fram á að geta eflt þessa kennslu og aðra til muna og hlökkum við því mikið til framtíðarinnar.

Á árinu luku margir nemendur Knapamerkjanámi á öllum stigum. Kennarar Knapamerkjanámskeiða stefna á að afhenda skírteini til viðurkenningar á árangri þann 19. september n.k. kl 20:00 að Sörlastöðum. Kæru nemar og fjölskyldur, takið daginn frá og fjölmennum. 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll