Útslit dagsins á Íslandsmóti hestamanna 2019 voru glæsileg hjá okkar fólki. Stúlkurnar okkar héldu áfram að standa sig einstaklega vel. Hanna Rún Ingibergsdóttir hafnaði í 3. sæti í T2 Slaktaumatölti í meistaraflokki á hestinum Merði frá Kirkjubæ með einkunnina 7,79. Katla Sif Snorradóttir varð í 2. sæti i Fjórgangi V1 - unglingaflokki á hestinum Gusti frá Stykkishómi með einkunnina 7,20 og í 6. sæti í Tölti T4 á Eldey frá Hafnarfirði með einkunnina 6,79. Annabella R. Sigurðardóttir varð 7. í Fimmgangi F1 ungmennaflokki með Styrk frá Skagaströnd en hún gat ekki því miður ekki mætt í dag vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Innilega til hamingju stúlkur. Þið hafið staðið ykkur mjög vel og Hestamannafèlagið Sörli er afar stolt af frammistöðu ykkar.
Kæru keppendur. Eins og fram hefur komið í pistlunum s.l. daga erum við í Hestamannafélaginu Sörla afar stolt af dugnaði ykkar og elju. Öll hafið þið sýnt gríðarlega flotta og fagmannlega reiðmennsku sem er ykkur og um leið félaginu til mikils sóma. Þetta er hörð keppni og eins og gerist og gengur hafa ekki allir komist í verðlaunasæti. Við erum afskaplega stolt af okkar fólki sem gerir okkar frábæra hestamannasamfélag sýnilegra. Áfram Sörlafólk.