Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 21. maí 2019 - 13:49
Frá: 

Mótanefnd Sörla vill koma á framfæri þökkum fyrir frábært íþróttamót sem var haldið síðastliðna helgi. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, það er gríðalega mikil vinna að halda svona stórt mót og þarfnast mikils undirbúnings. 

Sjálfboðaliðar eru mikilvægir fyrir félagið án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Styrktaraðilum ber að þakka því kostnaðurinn við mótin er mikill og dyggir styrktaraðilar eru nauðsynlegir og að lokum viljum við einnig þakka öllum knöpum sem skráðu sig til leiks því án þeirra væri ekkert mót.

Takk fyrir.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll