Eins og flestir þekkja, þá er í mörgu að snúast í kringum mótahald.
Sörli býr svo vel að eiga frábæra félagsmenn og því var ekki lengi verið að sjóða saman mjög svo öflugri og þrælskemmtilegri mótanefnd sem hefur starfað í vetur og ætlar að leggja sig fram og gera sitt besta til að halda gott Íþrótta-/Hafnarfjarðar-meistaramót fyrir keppendur.
Þar sem svona mót eru mjög fjárfrek er mikilvægt að fá góða styrktaraðila. Nefndarmenn vinna því nú hörðum höndum að því að leita að styrktaraðilum fyrir mótið, jafnt stórum sem smáum.
Mótanefnd vill því koma á framfæri beiðni til félagsmanna og annarra sem hafa áhuga á að styrkja mótið og í staðinn verða getið í auglýsingum og tilkynningum um mótið, að hafa sem allra fyrst samband við motanefnd@sorli.is eða gefa sig á tal við nefndarmenn (https://sorli.is/nefndir/mota-og-vallanefnd).
ALLIR styrkir eru vel þegnir, hvort heldur peninga- eða gjafastyrkir.
Til dæmis má líka styrkja einstaka flokka (t.d. yngri flokkar) eða keppnisgreinar (t.d. töltgreinar, skeiðgreinar osfrv).
Mótanefndin er einnig að leita að öflugum sjálfboðaliðum til að vinna á mótinu, enda mörg verk þar að vinna. Áhugasamir hafi samband við nefndarmenn eða senda póst á motanefnd@sorli.is