Sunnudaginn 28.apríl var í fyrsta sinn haldin keppni í Knapafimi. Mótið sem er ætlað almenningi til að keppa í fimi styðst við verkefni og æfingar úr Knapamerkjunum. Keppendur ráða hvort þeir ríða eftir stöðluðum verkefnum eða setja saman sitt eigið. Markmiðið Knapafiminnar er að sýna vel þjálfaðan reiðhest og fallega reiðmennsku. Keppnin byggir á Knapamerkjunum og Gæðingafimi Hólaskóla. Atriðin eru dæmd að hætti Knapamerkjanna og voru það Knapamerkjadómarar sem dæmdu mótið.

Mótið var opið öllum hvort sem þeir höfðu stundað nám í Knapamerkjunum eða ekki. Mótið tókst einstaklega vel og ljóst er að það er komið til að vera.

Mótshaldarar þakka öllu því góða fólki sem kom að viðburðinum kærlega fyrir sitt vinnuframlag.
Gefendur verðlauna voru Álgluggar ehf og Skyndiprent.

Úrslit voru eftirfarandi:

3.stig – verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem eru gerðar á 3.stigi Knapamerkjanna:

1            Kolbrún Sif Sindradóttir Sindri frá Keldudal          8.5

2            Þórdís Birna Sindradóttir             Orka frá Stóru-Hildisey  7.7

3            Júlía Björg Gabaj Knudsen           Tindur frá Ásbrekku        6.5

4            Daniela Nicole Welling   Hylling frá Hafnarfirði    5.8

5            Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir Hugur frá Bala 1                 5.6

 

4.stig – verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem eru gerðar á 4.stigi Knapamerkjanna:

1            Steinunn Hildur Hauskdóttir       Mýra frá Skyggni             8.0

2            Teresa Evertsdóttir         Dafna frá Sælukoti          7.6

 

5.stig – verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem eru gerðar á 5.stigi Knapamerkjanna:

1            Sara Dögg Björnsdóttir  Bjartur frá Holti 8.5

2            Hanna Blanck    Vör frá Hlíðarbergi          7.7

3            Erna Sigríður Ómarsdóttir           Salka frá Breiðabólsstað    7.0

4            Sigríður Theódóra Eiríksdóttir     Ægir frá Þingnesi             6.3

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 29. apríl 2019 - 10:16
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 29. apríl 2019 - 10:16
Vettvangur: 
Myndir: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll