Viðburðardagsetning: 
sunnudaginn, 28. apríl 2019 - 9:38
Vettvangur: 

Ákveðið hefur verið að færa fyrirhugaða fimikeppni til um einn dag, eða til sunnudagsins 28. apríl. Opna Nýhestamótið verður eftir sem áður laugardaginn 27. apríl skv. auglýstri dagskrá Sörla.

Keppt verður bæði í Gæðingafimi og Knapafimi.

Knapafimi er alveg ný keppnisgrein, þróuð af reiðkennurum á Hólum. Hér geta einungis knapar keppt sem hafa lokið knapamerkjanámskeiði. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á keppni í Knapafimi, þannig að það er mikill heiður að þessi nýjung verði frumreynd í reiðhöllinni okkar hér í Sörla. Það er tilhlökkunarefni að hugsa til þess að framtíðar mót í Knapafimi (og öðrum keppnisgreinum) verði haldin í splunkunýrri reiðhöll Sörla.

Gæðingafimi er tiltölulega ný keppnisgrein hér á landi og á vaxandi vinsældum að fagna. Gæðingafimi var þróuð til að stuðla að því að hinn íslenski gæðingur njóti sín sem best og reynir mjög á samspil manns og hests í keppninni. Í Gæðingafimi geta allir tekið þátt og verða nokkrir flokkar í boði, þannig að ekkert á að standa því í vegi að hinn almenni reiðmaður spreyti sig líka.

Innan skamms munum við birta hér nánari lýsingu á þessum stórskemmtilegu keppnisgreinum þannig að knapar geti hafið undirbúning sem fyrst. Vert er að taka það líka fram að þetta er að sjálfsögðu opið mót, þannig að keppendur af öllu landinu eru velkomnir að taka þátt.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 27. mars 2019 - 9:38
Frá: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll