Búið var að taka helling af dóti sem ekki átti að vera á kerrusvæðinu okkar. Í dag var restin tekin, við settum kerrurnar og tjaldvagnana sem eftir voru og eru augljóslega ekki í notkun upp við reiðskemmuna.
Þarna fær þetta dót að vera til 24.mars, eftir það verður því fargað á kostnað eiganda. Endilega sendið á sorli@sorli.is upplýsingar um eigendur ef þið hafið þær.
Þið ykkar sem eigið kerrur sem stranda við hesthús og í Hlíðarþúfum, endilega færið þær á kerrusvæðið því þar er nú nóg pláss. Við viljum að allar kerrur félagsmanna séu á kerrusvæðinu, því það er slysahætta af þeim ef þær standa á bílastæðum. Einnig vantar tilfinnanlega bílastæði og þá sérstaklega í Hlíðarþúfum og því er bílum lagt við húsgaflana en það er bannað og skapast slysahætta einnig við það.
Tökum nú höndum saman og hjálpumst að við að gera félagssvæðið okkar öruggara.