Vettvangur: 

Hefjast í byrjun mars. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 7 – 15 ára. Raðað verður í þrjá mismunandi hópa eftir getu. Hámarksfjöldi í hóp eru 6 krakkar.

Kennt verður á laugardagsmorgnum frá kl 9:00 – 12:00 og hver kennslustund verður 50 mín. Kennt verður dagana 2. 16. 23. og 30 mars, 6. og 13. apríl.

Foreldar eru beðnir um að skrá börn sín í eftirfarandi hópum eftir  því sem við á. Byrjendur, Lengra komnir eða Vanir. Kennari áskilur sér rétt til að færa börn á milli hópa ef þurfa þykir.

Á námskeiðinu verður TREK haft til hliðsjónar sem felur í sér að ríða yfir hindranir og leysa alskyns þrautir. Einnig verður farið í ásetuæfingar til að auka jafnvægi og bæta ásetu knapans.

Kennari verður Ástríður Magnúsdóttir en hún hefur kennsluréttindi frá Hólaskóla.

Athugið að allir nemendur þurfa að vera félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla. Hægt er að skrá sig sem félagsmann með því að senda póst á sorli@sorli.is. Félagsgjald er frítt fyrir yngri en 18 ára.

Námskeiðið kostar 10.000 kr - 18 fyrstu sem skrá sig eru öruggir með að komast, við ætlum ekki að loka fyrir skráningu, heldur að setja á biðlista, því kannski getum við bætt við ef þörfin er mikil.

Það er orðið fullt á námskeiðin, en hægt er að skrá á biðlista með því að senda tölvupóst á sorli@sorli.is

ATHUGIÐ: Þeir sem geta sótt um niðurgreiðslu hjá Hafnarfjarðarbæ verða að skrá sig einnig í Nóra - það er búið að opna fyrir skáninguna þar.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll