Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 2. febrúar 2019 - 12:00
Vettvangur: 

- Birt með fyrirvara.

Þar sem veðurguðirnir spá áframhaldandi hörku frosti næstu daga, hefur verið ákveðið að rigga upp ístölti á Hvaleyrarvatni næstkomandi laugardag      2. febrúar. Keppt verður í fjórum flokkum: Opinn flokkur, karlar, konur, 21 árs og yngri. Opið mót. Skráningargjald er 2500 kr.

Keppni hefst kl. 12 en skráning fer fram í reiðhöllinni Sörlastöðum kl. 9-11, á neðri hæðinni og svo geta allir farið eftir skráningu upp í Stebbukaffi og á kynningu á kortasjá.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 30. janúar 2019 - 22:40
Frá: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll