Sóti og Sörla héldu sameiginlegt Jólaball fyrir hestamannafélöginn á höfuðborgarsvæðinu 5. janúar síðastliðinn og mættu um 150 manns. Tvær ævintýrapersónur frá leikhópnum Lotta, þær prinsessan á bauninni og Dórathea úr Oz tóku á móti og skemmtu gestunum. Síðan var dansað í kringum Jólatréið og mættu þá þeir Stúfur og Ketkrókur hressir að vanda og léku á alls oddi og dönsuðu með gestunum í kringum jólatréð. Að loknum dansi fengu að sjálfsögðu öll börn nammipoka frá þeim bræðrum. Ballið var hin besta skemmtun og fóru allir glaðir og sáttir heim að loknu balli.
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 7. janúar 2019 - 12:45
Frá: