Stjórnarfundur haldinn 15. desember 2018, kl. 10:00 að Sörlastöðum.
Mættir voru. Atli Már Ingólfsson, Eggert Hjartarson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir auk framkvæmdastjóra
Fjarverandi voru: Stefnir Guðmundsson, Valka Jónsdóttir og Thelma Víglundsdóttir.
Dagskrá.
- Nýr leigusamningur fyrir lóð undir mannvirki Sörla við Hafnarfjarðarbæ staðfestur. Stjórnarmenn hafa ritað undir samninginn og fer hann nú til bæjarstjóra til undirritunar. Stórt skref í áfanga að nýrri reiðhöll. Samningurinn er í samræmi við nýtt skipulag og stækkar lóð Sörla undir þeim mannvirkjum og völlum sem félagið er með til umráða. Ánægja með að hafa lokið þessu.
- Vetrardagskrá Sörla var forlmlega staðfest og samþykkt eftir að athugasemdir höfðu borist frá öllum nefndum félagsins. Ljóst að mikil dagskrá liggur fyrir og fjölbreytt. Stærð reiðhallar mikill þröskuldur fyrir félagsstarf og kennslu- og námskeiðahald.
- Reiðhallarmál rædd og farið yfir stöðu mála og næstu skre
- Félagshesthús. Rætt á fundi að Sörla standi nú til boða að leigja hús undir félagshesthús. Ákveðið að kanna verð og grundvöll fyrir rekstrinum og auglýsa að því loknu, ef ásættanlegt verð fæst eftir áhugasömum börnum/ungmennum og hestum. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samráði við stjórn.
- Beina brautin. Rætt um fyrirhugaðar áframhaldandi framkvæmdir við brautina í vor. Þrengingu hennar og færslu á kynbótadómpalli. Áhugi RLM að halda sýningu í vor staðfestur og verður stefnt að því að koma öllu í lag fyrir vorið til að halda kynbótasýnigu í vor.
- Ýmis málefni frá framkvæmdastjóra rædd.
- Önnur mál
Fundi lokið kl. 11:00
Birtingardagsetning:
sunnudaginn, 6. janúar 2019 - 20:34
Viðburðardagsetning:
laugardaginn, 15. desember 2018 - 10:00
Frá: