Helga Una Björnsdóttir verður með sýnikennslu á Sörlastöðum fimmtudaginn 10. janúar kl. 19:30. Aðgangseyrir 2000 kr.
Helga Una er menntaður reiðkennari frá Hólum og hefur margra ára reynslu í þjálfun og tamningu hrossa. Undanfarið hefur hún starfað í Hjarðartúni. Einnig hefur Helga Una verið að sýna kynbótahross og keppa. Helga Una er núna í liði Hrímnis í Meistaradeildinni 2019.
Í sýnikennslunni ætlar Helga Una að fara yfir hvað er gott að hafa í huga í byrjun vetrarþjálfunar. Hún leggur m.a. áherslu á rétta líkamsbeitingu og að hrossin verði þjál og yfirveguð. Helga Una mætir með 2 hross sem hún er að temja og þjálfa en eru á mismunandi stigum í þjálfunarferlinu.
Mjög gott og áhugavert fyrir okkur hestafólk að fá svona fræðslu og kennslu í upphafi vetrar.